About This Project

Haldin var innboðin samkeppni um framtíð Orkuhússreitsins, þar sem ALARK arkitektar hlutu fyrstu verðlaun. Meginmarkmiðið var að stuðla að fjölbreyttu og aðlaðandi borgarumhverfi og að byggðin falli vel að samgöngumarkmiðum AR 2010-2030, sjálfbærum lifnaðarháttum og betri lífsgæðum.

Orkuhúsið er miðdepill tillögunnar, allar leiðir liggja að því. Reiturinn tengist vel aðliggjandi umhverfi, bæði í byggðarmynstri og einnig með sterkum ásum, svokölluðum Orkuás, frá Ármúla og Grensás  frá Grensásvegi. Tenging reitsins við Laugardalinn og allt sem hann hefur upp á að bjóða er einning sterk.

Húshæðir á reitnum eru frá 3- 9, en hús stallast og lækka mót suðri og vestri og skapa þannig bæði útisvæði á jörðu sem og þakgarða við kjöraðstæður.

Gert er ráð fyrir allt að 450 íbúðum.

Mikil áhersla er lögð á sjálfbærni í verkefninu, bæði félagslegri og í arkitektúrnum. Meðal annars er hugað að ofanvatslausnum, reiturinn hefur sterk tengsl við komandi borgarlínu, gangandi og hjólandi eru í forgangi innan reits og huga skal vel að byggingartækni og efnivið þegar verkefnið er lengra komið.

Category
Samkeppnir, Skipulag
Do NOT follow this link or you will be banned from the site!