About This Project

Fráveitutankur í Hafnarfirði hannaður fyrir Hafnarfjarðarbæ.

ALARK arkitektar voru tilnefndir til Forum AID verðlauna árið 2007 fyrir ofangreint verk.

Tankurinn stendur yst á stórum grjótgarði. Aðkoma að honum er eftir göngustíg og hann stendur eins og minnismerki uppúr grjótfyllingunni. Uppi á tankinum blasir bærinn við sjónum með fallega fjallasýn í bakgrunni. Hugmyndin var sú að  tengja saman, hafið og himininn, skipin og höfnina og himininn og landið á táknrænan hátt. Efnisnotkunin er einföld og markviss, með tilvísun á framanskráð og hringformið undirstrikar eilífðina, hringrás náttúrunnar og tímans.

Áningarstaðurinn er lýstur upp og á að geta nýst sem flestum hvenær sem er árs eða sólarhrings.

Category
Opinber mannvirki
Do NOT follow this link or you will be banned from the site!