Deiliskipulag Vesturbugtar

Deiliskipulagið er unnið árið 2013 í framhaldi af samþykktu rammaskipulagi fyrir gömlu höfnina í Reykjavík. Rammaskipulagið byggir á vinningstillögu arkitektastofunnar Graeme Massie Architects sem bar sigur úr býtum í opinni hugmyndasamkeppni um Gömlu höfnina sem lauk í desember 2009. Breytt deiliskipulag Vesturbugtar byggir á rammaskipulaginu. Gert er ráð fyrir 238 íbúðum auk atvinnuhúsnæðis í breyttu skipulagi í blöndu af fjölbýlishúsum og raðhúsum í 1 – 5 hæða byggingum.

Skipulagið verður byggt í tveimur áföngum.

2012-2014 Reykjavíkurborg Skipulag